Múslimar harma árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira