Háannatími valinn fyrir árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira