Hættulegt birgðahald í heimahúsum 8. júlí 2005 00:01 "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. "Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til." Bjarni Kristinsson, eigandi Bjarnabúðar á Selfossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöðum. "Það hömstruðu flestir dísilbílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir." Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í byggingavöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensínafgreiðslumaður fyrir norðan afgreiddi annan sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðarmót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. "Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og það er ekki hlutverk olíufélaganna að banna viðskiptavinum sínum kaup á olíu. Í raun gæti viðskiptavinur heimtað að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við urðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af." Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. "Hún er ekki eins eldfim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira