Sport

Skoska meistaramótið í golfi

Mikil spenna er á skoska meistaramótinu í golfi á Loch Lomond vellinum í Evrópsku mótaröðinni en þriðji keppnisdagur er nýhafinn. Hollendingurinn Martin Lafeber er efstur á 12 undir pari, Argentínumaðurinn Angel Cabrera er annar, höggi á eftir. Darren Clarke er þriðji á tíu höggum undir pari ásamt Alistair Forsyth og Jonathan Lomas. Mótið er mjög sterkt enda lokaundirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á St.Andrews vellinum í Skotlandi á fimmtudag. Ernie Els og Phil Mickelson eru meðal keppenda. Els er sem stendur í 43.sæti en Mickelson er í 65.sæti. Skotinn Colin Montgomerie hefur byrjað vel í dag og er í sextánda sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×