Erlent

Múslimar í Danmörku

Danskir stjórnmálamenn gagnrýna íslamskan trúarleiðtoga í Danmörku fyrir að kenna Bandaríkjamönnum um hryðjuverkaárásirnar í London. Umræðan um innflytjendamál er á nýju plani, og opinber stofnun kærir aðstandendur heimasíðu fyrir að vara við arabískum leigubílstjórum. Fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, nú menntamálaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, sagði við dagblaðið Politiken í dag að ummælin skaði umræðuna um innflytjendamál. Talsmaður utanríkismála í stjórnarflokknum Venstre sagði við blaðið að leiðtogi múslima hafi með orðum sínum réttlætt hryðjuverk. Nýtt sjónarhorn bættist við umræðuna í dag, þegar opinber miðstöð gegn kynþáttafordómum sagðist ætla að kæra heimasíðu þar sem danskir leigubílstjórar eru hvattir til að fylgjast sérstaklega með starfsbræðrum sínum af arabískum uppruna, til að koma í veg fyrir að þeir bjóði bíla sína í hugsanlegar hryðjuverkaárásir.Uve Pedersen/Efra súbb sagði:  "Danmörku vera lítið land og að það væri miklu einfaldara að framkvæma svona nokkuð í London, þar sem eru fleiri múslimar." Danskur hryðjuverkasérfræðingur hefur sagt í fjölmiðlum að spurningin sé ekki hvort heldur hvenær Danmörk verði fyrir árás



Fleiri fréttir

Sjá meira


×