Sport

Opna breska meistaramótið hafið

134. Opna meistaramótið í golfi, eða Opna breska meistaramótið eins og það er oftast kallað hófst á hinum sögufræga St.Andrews velli í Skotlandi í morgun en þetta er þriðja risamót ársins. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék frábært golf í morgun og er með tveggja högga forystu á sex undir pari, lék á 66 höggum. Luke Donald, Englandi, Retief Goosen, S-Afríku og Peter Lonard frá Ástralíu eru í öðru sæti á fjórum undir pari. Gullbjörninn Jack Nicklaus sem er að leika sínu síðasta risamóti lék á 75 höggum, þrjá yfir pari og sama gerði Tom Watson en þeir voru saman í holli. Watson vann á sínum tíma fimm titla á opna mótinu en Nicklaus þrjá en hann hefur unnið flesta risatitla eða 18.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×