Hensby á hælum Tiger

Ástralinn Mark Hensby var senuþjófurinn í lok fyrsta dags á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann læddi sér í 2. sætið og er á 5 höggum undir pari, einu á eftir Tiger Woods. Hann hóf keppni með þeim síðustu og er nú nýkominn af braut eftir að ljúka 18. holu. Hensby fékk örn á 9. holu sem er par4 hola og átti 6 holur eftir þegar Tiger Woods lauk keppni. Tiger var á 7 undir pari þegar að 13. holu kom en þá komu tveir skollar hjá honum, sá síðari á 16. holu en hann fékk svo fugl á síðustu holu. Ástralinn lék mjög vel í dag og fékk aðeins einn skolla, fjóra fugla og einn örn. Hann paraði síðustu fjórar holurnar enda ríkti mikil spenna á meðan hann lauk hringnum þar sem hann átti mikla möguleika á að klifra upp fyrir Tiger. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els náði sér engan veginn á strik í dag og er í 73. sæti á tveimur höggum yfir pari. Tíu kylfingar koma jafnir í 3. - 12. sæti eftir fyrsta hring. Fred Couples Luke Donald Retief Goosen Trevor Immelman Peter Lonard José Maria Olazábal Eric Ramsay (A) Chris Riley Tino Schuster Scott Verplank Bart Bryant