Tiger með fjögurra högga forystu

Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á Colin Montgomerie þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Woods var á ellefu undir pari en Montgomerie á sjö höggum undir pari. Þeir hefja keppni klukkan 14. Vijay Singh er ásamt nokkrum öðrum kylfingum á sex höggum undir pari. Martin Lafeber, Kenny Perry og Geoff Ogilvy hafa spilað best í morgun, allir á fimm undir pari.