
Sport
Þórdís með forystu

Þórdís Geirsdóttir er með góða stöðu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo hringi, hefur 6 högga forustu á Tinnu Jóhannsdóttur og 7 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og Nínu Björk Geirsdóttir. Spennan er meiri í karlaflokki Heiðar Davíð Bragason hefur þar tveggja högga forskot á Óla Má Sigurðsson og þrjú högg á Sigurpál Geir Sveinsson og Hjalta Pálmason. Sigmundur Einar Másson úr GKG lék best allra á öðrum hring í gær lék á 69 höggum, eða 3 höggum undir pari. Bein útsending verður frá mótinu á sýn í dag útsending hefst klukkan 14 og stendur til 19.