Hafa ekki enn séð skýrsluna 26. júlí 2005 00:01 Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent