Vijay Singh vann Buick mótið

Vijay Singh sigraði á opna Buick mótinu sem var haldið í Michigan sem var sýndur á Sýn. Vijay fór hringinn í gær á 70 höggum og endaði á samtals 24 undir pari. Tiger Woods og Zach Johnson urðu jafnir í öðru sæti 4 höggum á eftir. Vijay er fyrsti maðurinn til að vinna Buick mótið þrisvar sinnum og aðeins annar til að vinna mótið tvisvar sinnum í röð. Þetta var fyrsti sigur Vijay frá því maí.