Í tilraunaflug hjá ESA 6. ágúst 2005 00:01 Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Þegar Ágúst Örn Einarsson hóf sig til flugs í námi í vélaverkfræði í Álaborg fyrir fjórum árum bjóst hann ekki við því að koma niður með geimfarareynslu. Hann segir að einu plönin hafi verið að klára námið og sjá svo hvað gerðist. Álaborgarháskóli hefur verið með í alþjóðlegu verkefni sem hófst fyrir tveimur árum. Nemendur hanna gervihnött á stöðluðu ferköntuðu formi. Þessum tilraunahnöttum er komið fyrir í áður ónýttu plássi í eldflaugum þegar gervihnettir eru sendir á braut um jörðu. Ágúst segir um 60 nemendur vinna í verkefninu yfir hverja önn. Allt þurfi að passa saman í lokin til að gervihnötturinn virki. Því er mikilvægt að prófa hönnunina. Það er gert í svokölluðu þyngdarleysisflugi Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á myndum af ESA sést hvernig farþegar verða þyngdarlausir en það ástand varir í um tuttugu sekúndur. Ágúst Örn og félagar hans fóru 31 sinni í gegnum þetta ferli og prófuðu sem dæmi hvort loftnet hnattarins opnuðust. Einnig var athugað hvort sólarsellur á hnettinum myndu opnast en aldrei áður hafa svo margar sellur verið settar á svo lítinn gervihnött. Niðurstöður tilraunaflugsins voru mjög jákvæðar og ekki síður sú upplifun að fara í tilraunaflug hjá Evrópsku geimferðastofnuninni. Ágúst segir í léttum tón að hann hafi ekki gaman af rússíbönum lengur. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Þegar Ágúst Örn Einarsson hóf sig til flugs í námi í vélaverkfræði í Álaborg fyrir fjórum árum bjóst hann ekki við því að koma niður með geimfarareynslu. Hann segir að einu plönin hafi verið að klára námið og sjá svo hvað gerðist. Álaborgarháskóli hefur verið með í alþjóðlegu verkefni sem hófst fyrir tveimur árum. Nemendur hanna gervihnött á stöðluðu ferköntuðu formi. Þessum tilraunahnöttum er komið fyrir í áður ónýttu plássi í eldflaugum þegar gervihnettir eru sendir á braut um jörðu. Ágúst segir um 60 nemendur vinna í verkefninu yfir hverja önn. Allt þurfi að passa saman í lokin til að gervihnötturinn virki. Því er mikilvægt að prófa hönnunina. Það er gert í svokölluðu þyngdarleysisflugi Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á myndum af ESA sést hvernig farþegar verða þyngdarlausir en það ástand varir í um tuttugu sekúndur. Ágúst Örn og félagar hans fóru 31 sinni í gegnum þetta ferli og prófuðu sem dæmi hvort loftnet hnattarins opnuðust. Einnig var athugað hvort sólarsellur á hnettinum myndu opnast en aldrei áður hafa svo margar sellur verið settar á svo lítinn gervihnött. Niðurstöður tilraunaflugsins voru mjög jákvæðar og ekki síður sú upplifun að fara í tilraunaflug hjá Evrópsku geimferðastofnuninni. Ágúst segir í léttum tón að hann hafi ekki gaman af rússíbönum lengur.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira