Heimsmeistarmótið í frjálsum
Justin Gatlin frá Bandaríkjum sigraði í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki í gærkvöld. Hann kom í mark á 9.88 sekúndum. Virgílíus Alekna frá Litháen varði titil sinn í kringlukasti þegar hann kastaði 70.17 metra og setti meistaramótsmet. Gerd Kanter frá Eistlandi sem Vésteinn Hafsteinsson þjálfar varð að láta sér lynda annað sætið. Trecia Smith frá Jamaíku vann sigur í þrístökki kvenna þegar hún stökk 15. 11 metra.