
Sport
Phi Mickelson efstur - Tiger slapp

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari. Tiger Woods fékk fugl á lokaholunni og tryggði sér þannig áframhald í keppninni, lék hringinn á 69 höggum og er samtals á 4 höggum yfir pari. Mótið er í beinni útsendigu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Útsendingar frá þriðja degi hefjast klukkan 18:30.