Lundúnaslagur á Brúnni í dag 20. ágúst 2005 00:01 Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira