Lundúnaslagur á Brúnni í dag 20. ágúst 2005 00:01 Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira