Búum okkur undir erfiðan leik 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira