Gáfnafar kynjanna 26. ágúst 2005 00:01 Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira