Sport

Ólöf slapp í gegnum niðurskurðinn

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, keppir nú á næst síðasta mótinu í Evrópumótaröð kvenna en það fer fram á Kokkedal-vellinum í Danmörku. Hún lék á 70 höggum í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Hún er í 40.-49. sæti eftir keppni dagsins en alls komust 65 kylfingar í gegnum niðurskurðinn. Ólöf María lék vel í dag, samtals á tveimur höggum undir pari. Hún hefur tekið þátt í tólf mótum á mótaröðinni og komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×