Lokahóf golfara í gær

Íslenskir kylfingar fögnuðu uppskeru ársins 2005 á lokahófi á Broadway í gærkvöldi. Heiðar Davíð Bragason Kili og Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hlutu flest stig í Toyota-mótaröð ársins. Efnilegustu kylfingarnir voru valdir þau Anna Lísa Jóhannsdóttir og Stefán Már Stefánsson en þau koma bæði frá Golfklúbbi Reykjavíkur.