Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn 15. september 2005 00:01 Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir. Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira
Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir.
Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira