Sport

Forsetabikarinn í kvöld

Keppnin um forsetabikarinn í golfi hefst í kvöld í Virginíu í Bandaríkjunum og verður fylgst með mótinu í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bandarísku keppendurnir eru staðráðnir í að vinna sigur í keppninni til heiðurs fyrirliða sínum Jack Nicklaus, en þetta er síðasta árið sem hann keppir sem atvinnumaður. Mótinu er stillt þannig upp að Bandaríkjamenn leika gegn úrvalsliði alþjóðlegra kylfinga og á meðal þeirra sem keppa á mótinu má nefna Tiger Woods, Phil Mickelson, Vijay Singh og Retief Goosen. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla þrjá keppnisdagana, en það hefst í kvöld og lýkur um helgina. Eins verður fylgst með gangi mála á mótinu hér á Vísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×