Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC 22. september 2005 00:01 Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira