Innlent

Skyrslettumálið tekið fyrir

Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsdóttir sem ákærð eru fyrir stórfelld eignaspjöll og húsbrot. Forsaga málsins er sú að þann 14. júní síðastliðinn réðust nokkrir náttúruverndarsinnar inn á ráðstefnu um áliðnað sem þá stóð á Hótel Nordica í Reykjavík og slettu þau grænleitu skyri yfir ráðstefnugesti. Arna og Ólafur Páll voru handtekin ásamt Bretanum Paul Gill. Búið er að dæma í máli Gills og hlaut hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Sakborningarnir eiga nú yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm auk þess sem að bótakrafa flugleiðahótelanna hljómar upp á 600.000 krónur. Arna Ösp játar eignaspjöll, en þó ekki stórfelld, en neitar húsbroti. Ólafur Páll neitar hins vegar öllum sakargiftum. Aðalmeðferð mun fara fram upp úr miðjum október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×