Látið verði af tortryggni 29. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu. Halldór segist fagna þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að það séu engar forsendur til þess að hann hafi frumkvæði um athugun á hæfi hans til sölu á Búnaðarbankanum sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi farið fram á. Niðurstaðan komi honum ekki á óvart og ljóst sé að álit Ríkisendurskoðunar standi óhaggað frá því í vor um það að hann ekki verið vanhæfur til að fjalla um þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um einkavæðingu. Halldór segist vonast til þess að þetta verði til þess að stjórnarandstaðan grafi þá stríðsöxi sem hún hafi haft uppi í málinu og beini kröftunum að því að huga að málum til framtíðar. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að skýra betur eða setja ný lög um þessa hluti segir Halldór að alltaf megi gera betur í öllum málum. Farið hafi verið yfir málin að undanförnu í forsætisráðuneytinu, en núverandi reglur séu að verða 10 ára gamlar. Það sé ljóst að allir séu sammála um að einkavæðing Símans hafi tekist vel og þar hafi menn lært af því hvernig málin gengu í frumbernsku. Hann hafi ekki orðið var við neina gagnrýni í sambandi við einkavæðingu Símans en verið sé að fara yfir málin og umboðsmanni Alþingis verði svarað tiltölulega fljótt. Hann telji rétt að umboðsmaður fái svörin fyrst og því vilji hann ekki tjá sig um þau í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira