Sport

OgVodafone styrkir Ólöfu Maríu

Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir hefur gert tveggja ára styrktarsamning við Og Vodafone, sem felst í því að fyrirtækið mun styðja við bakið á henni í keppnum á evrópsku mótaröðinn í golfi, en Ólöf varð í ár fyrsta íslenska konan til að tryggja sér þáttöku á mótaröðinni. Styrkurinn tryggir henni meðal annars afnot af tölvu- og símakosti frá fyrirtækinu, en Ólöfu hefur einnig verið lofað vænlegum verðlaunum ef hún þykir hafa náð framúrskarandi árangri á mótaröðinni. Ólöf hefur lokið leik á mótaröðinni í ár, en hún hafnaði í 104. sæti á peningalistanum, en þurfti að ná í það 90. til að sleppa við að fara á úrtökumót til að komast inn aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×