S-hópurinn með vænlegasta tilboðið 7. október 2005 00:01 Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira