Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann á skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri undir lok síðasta árs.
Mennirnir deildu hart á salerni staðarins um hvor íþróttin væri betri, handbolti eða körfubolti. Annar kallaði hinn körfuboltaaumingja og við það skallaði sá síðarnefndi þann sem komst svo að orði.