Sport

Ísland mætir Hollandi í apríl

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska liðsins.
Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska liðsins.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.

Ísland og Holland hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur Ísland unnið alla leikina. Síðast mættust liðin í undankeppni EM 1997 og vann íslenska liðið báða leikina 2-0.

Holland leikur þriðja leik sinn í undankeppni HM, 17. nóvember n.k. gegn Englendingum á heimavelli, en Englendingar eru líkt og Hollendingar með 6 stig eftir tvo leiki í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×