Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar 29. desember 2005 22:13 MYND/GVA Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira