Aðstoð án þróunar eða þróun án aðstoðar? 8. júlí 2005 00:00 Á nýliðnum þjóðhátíðardegi hvatti víðkunnur hagfræðingur, Jeffrey Sachs, sem þá var hér staddur í boði viðskipta- og hagfræðideildar háskólans, Íslendinga til að stórauka þróunaraðstoð. Hann kvað okkur geta gengið á undan öðrum vestrænum ríkjum með góðu fordæmi. Sachs sagði enn fremur, að stærstu iðnríkin ættu að tvöfalda þróunaraðstoð sína. Morgunblaðið og fleiri virðulegir aðilar hafa tekið undir með Sachs. Enginn hefur mér vitanlega mótmælt. En þetta er hið mesta óráð. Orðið „þróunaraðstoð“ er herfilegt öfugmæli. Sannleikurinn er sá, að valið stendur um aðstoð án þróunar eða þróun án aðstoðar. Dæmi um þróun án aðstoðar eru Tansanía og Grænhöfðaeyjar. Þessi tvö ríki hafa þegið meiri „þróunaraðstoð“ (meðal annars frá Íslandi) en flest eða öll önnur þróunarlönd. Engu að síður sitja þau föst í fátækt. Þau eru orðin jafnháð aðstoðinni og fíkniefnaneytandinn daglegum skammti sínum. Dæmi um aðstoð án þróunar eru hins vegar tígrisdýrin fjögur í Suðaustur-Asíu, sem svo eru kölluð, Singapore, Hong Kong, Taívan og Suður-Kórea. Þau hafa brotist úr fátækt í bjargálnir af eigin rammleik. Þegar minnst er á þróunaraðstoð, sjá flestir fyrir sér lítil börn með uppþembdan maga sökum næringarskorts, biðjandi augu og útréttar hendur. En aðstoðin er því miður ekki við þessi börn. Þegar Jeffrey Sachs og aðrir spekingar tala um þróunaraðstoð, eiga þeir oftast við millifærslu úr einum ríkissjóði í annan. Og hverjir skyldu ráða yfir ríkissjóði viðtökulandsins? Það er venjulega valdastétt landsins, sem er einmitt ósjaldan stærsta hindrunin í vegi þróunar. Ég deildi eitt sinn við prest, sem kvað þróunaraðstoð helgast af þeim orðum Krists, að maður, sem eigi tvo kyrtla, skuli gefa kyrtlalausum náunga sínum annan. Ég benti þá á, að máli skiptir, hvers vegna hinn hugsanlegi viðtakandi ætti engan kyrtil. Væri það vegna þess, að valdastéttin tæki jafnóðum af honum kyrtlana, sem hann saumaði sér eða útvegaði, þá stoðaði lítt að senda honum fleiri kyrtla. Svonefnd þróunaraðstoð hefur þær vondu afleiðingar, að hún raskar valdahlutföllum í viðtökulandinu. Valdastéttin styrkist, því að hún fær féð í sinn hlut, en framleiðendur, framkvæmdamenn, bændur og verkafólk, veikjast. Aðalatriðið er að hvetja þessa framleiðendur til að leggja harðar að sér. En valdastéttin fer víðast hvar þveröfugt að. Hún leggur á framleiðendur þungar byrðar skatta og reglugerða, gerir framleiðslu þeirra upptæka beint eða óbeint. Víðtæk reynsla, studd traustum rannsóknum, sýnir, að þjóðir brjótast úr fátækt af eigin rammleik, þegar leikreglur eru hagkvæmar. Málið er einfalt: Menn njóti skynsamlegra verka sinna og gjaldi hinna óskynsamlegu; mistök séu leiðrétt í stað þess að halda þeim áfram; auðlindir séu í eigu einkaaðila, sem hafi beinan hag af skynsamlegri nýtingu þeirra. Virkja þarf framtak einstaklinganna, séreignarrétt og frjálsa samkeppni. Reynsla Íslendinga sjálfra er nærtækust. Þróun hófst hér ekki fyrir frumkvæði konungsvaldsins, sem kunni engin önnur ráð á átjándu öld en skipa nefndir málskrafsmanna og styrkja misheppnuð fyrirtæki (til dæmis innréttingarnar). Raunveruleg þróun varð að fengnu verslunarog atvinnufrelsi, þegar framtaksmönnum eins og Eldeyjar- Hjalta, Thor Jensen, Jóni Ólafssyni í Alliance, Ólafi Johnson og Garðari Gíslasyni var gert kleift að skapa auð handa sjálfum sér og öðrum. Það var ekki fjárhagsaðstoð frá Dönum, sem hleypti þróuninni af stað, heldur fjárfestingar í arðsemisskyni, aðallega fyrir tilstilli Íslandsbanka í upphafi tuttugustu aldar. Allir góðgjarnir menn vilja, að fátækar þjóðir í suðri geti brotist úr fátækt í bjargálnir. En það gera þær ekki með því, að vestræn ríki leggi fé í sjóði valdastétta, heldur í krafti frjálsra viðskipta. Evrópusambandið, sem hreykir sér iðulega af umhyggju um fátækar þjóðir, um leið og það sendir Bandaríkjamönnum tóninn, verndar landbúnað sinn með háum tollum og öðrum innflutningstálmunum. Þannig torveldar það þjóðum í suðri að framleiða sig með útflutningi úr fátækt. Íslendingar eiga að ganga á undan öðrum vestrænum ríkjum með góðu fordæmi, minnka svokallaða þróunaraðstoð og taka myndarlega undir með Bandaríkjamönnum í baráttu þeirra fyrir frjálsum alþjóðaviðskiptum. Við eigum ekki að senda náunga okkar kyrtil, heldur auðvelda honum saumaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Á nýliðnum þjóðhátíðardegi hvatti víðkunnur hagfræðingur, Jeffrey Sachs, sem þá var hér staddur í boði viðskipta- og hagfræðideildar háskólans, Íslendinga til að stórauka þróunaraðstoð. Hann kvað okkur geta gengið á undan öðrum vestrænum ríkjum með góðu fordæmi. Sachs sagði enn fremur, að stærstu iðnríkin ættu að tvöfalda þróunaraðstoð sína. Morgunblaðið og fleiri virðulegir aðilar hafa tekið undir með Sachs. Enginn hefur mér vitanlega mótmælt. En þetta er hið mesta óráð. Orðið „þróunaraðstoð“ er herfilegt öfugmæli. Sannleikurinn er sá, að valið stendur um aðstoð án þróunar eða þróun án aðstoðar. Dæmi um þróun án aðstoðar eru Tansanía og Grænhöfðaeyjar. Þessi tvö ríki hafa þegið meiri „þróunaraðstoð“ (meðal annars frá Íslandi) en flest eða öll önnur þróunarlönd. Engu að síður sitja þau föst í fátækt. Þau eru orðin jafnháð aðstoðinni og fíkniefnaneytandinn daglegum skammti sínum. Dæmi um aðstoð án þróunar eru hins vegar tígrisdýrin fjögur í Suðaustur-Asíu, sem svo eru kölluð, Singapore, Hong Kong, Taívan og Suður-Kórea. Þau hafa brotist úr fátækt í bjargálnir af eigin rammleik. Þegar minnst er á þróunaraðstoð, sjá flestir fyrir sér lítil börn með uppþembdan maga sökum næringarskorts, biðjandi augu og útréttar hendur. En aðstoðin er því miður ekki við þessi börn. Þegar Jeffrey Sachs og aðrir spekingar tala um þróunaraðstoð, eiga þeir oftast við millifærslu úr einum ríkissjóði í annan. Og hverjir skyldu ráða yfir ríkissjóði viðtökulandsins? Það er venjulega valdastétt landsins, sem er einmitt ósjaldan stærsta hindrunin í vegi þróunar. Ég deildi eitt sinn við prest, sem kvað þróunaraðstoð helgast af þeim orðum Krists, að maður, sem eigi tvo kyrtla, skuli gefa kyrtlalausum náunga sínum annan. Ég benti þá á, að máli skiptir, hvers vegna hinn hugsanlegi viðtakandi ætti engan kyrtil. Væri það vegna þess, að valdastéttin tæki jafnóðum af honum kyrtlana, sem hann saumaði sér eða útvegaði, þá stoðaði lítt að senda honum fleiri kyrtla. Svonefnd þróunaraðstoð hefur þær vondu afleiðingar, að hún raskar valdahlutföllum í viðtökulandinu. Valdastéttin styrkist, því að hún fær féð í sinn hlut, en framleiðendur, framkvæmdamenn, bændur og verkafólk, veikjast. Aðalatriðið er að hvetja þessa framleiðendur til að leggja harðar að sér. En valdastéttin fer víðast hvar þveröfugt að. Hún leggur á framleiðendur þungar byrðar skatta og reglugerða, gerir framleiðslu þeirra upptæka beint eða óbeint. Víðtæk reynsla, studd traustum rannsóknum, sýnir, að þjóðir brjótast úr fátækt af eigin rammleik, þegar leikreglur eru hagkvæmar. Málið er einfalt: Menn njóti skynsamlegra verka sinna og gjaldi hinna óskynsamlegu; mistök séu leiðrétt í stað þess að halda þeim áfram; auðlindir séu í eigu einkaaðila, sem hafi beinan hag af skynsamlegri nýtingu þeirra. Virkja þarf framtak einstaklinganna, séreignarrétt og frjálsa samkeppni. Reynsla Íslendinga sjálfra er nærtækust. Þróun hófst hér ekki fyrir frumkvæði konungsvaldsins, sem kunni engin önnur ráð á átjándu öld en skipa nefndir málskrafsmanna og styrkja misheppnuð fyrirtæki (til dæmis innréttingarnar). Raunveruleg þróun varð að fengnu verslunarog atvinnufrelsi, þegar framtaksmönnum eins og Eldeyjar- Hjalta, Thor Jensen, Jóni Ólafssyni í Alliance, Ólafi Johnson og Garðari Gíslasyni var gert kleift að skapa auð handa sjálfum sér og öðrum. Það var ekki fjárhagsaðstoð frá Dönum, sem hleypti þróuninni af stað, heldur fjárfestingar í arðsemisskyni, aðallega fyrir tilstilli Íslandsbanka í upphafi tuttugustu aldar. Allir góðgjarnir menn vilja, að fátækar þjóðir í suðri geti brotist úr fátækt í bjargálnir. En það gera þær ekki með því, að vestræn ríki leggi fé í sjóði valdastétta, heldur í krafti frjálsra viðskipta. Evrópusambandið, sem hreykir sér iðulega af umhyggju um fátækar þjóðir, um leið og það sendir Bandaríkjamönnum tóninn, verndar landbúnað sinn með háum tollum og öðrum innflutningstálmunum. Þannig torveldar það þjóðum í suðri að framleiða sig með útflutningi úr fátækt. Íslendingar eiga að ganga á undan öðrum vestrænum ríkjum með góðu fordæmi, minnka svokallaða þróunaraðstoð og taka myndarlega undir með Bandaríkjamönnum í baráttu þeirra fyrir frjálsum alþjóðaviðskiptum. Við eigum ekki að senda náunga okkar kyrtil, heldur auðvelda honum saumaskap.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun