Lífið

Leita að söngvara

Tommy Lee, trommari Mötley Crüe, hefur stofnað ofursveitina Supernova, sem mun leita að söngvara í þættinum Rock Star.
Tommy Lee, trommari Mötley Crüe, hefur stofnað ofursveitina Supernova, sem mun leita að söngvara í þættinum Rock Star.
Tommy Lee, trommari Mötley Crüe, Jason Newsted, fyrrum bassaleikari Metallica og núverandi meðlimur Voivod, og Gilby Clarke, fyrrum gítarleikari Guns N"Roses, hafa stofnað ofurgrúppuna Supernova sem verður í aðalhlutverki í annarri þáttaröðinni af Rock Star.

Í fyrstu þáttaröðinni leituðu meðlimir INXS að söngvara fyrir sveitina í stað hins látna Michael Hutchence og varð J.D. Fortune á endanum fyrir valinu. Gaf sveitin út plötuna Switch með J.D. innanborðs í nóvember í fyrra.

Nú ætlar Supernova að feta í fótspor INXS og finna sér söngvara í gegnum þennan vinsæla raunveruleikaþátt. Framleiðendur Rock Star hafa ráðið lagahöfundinn Butch Walker sem upptökustjóra fyrir fyrstu plötu Supernova, sem er væntanleg á næsta ári. Samhliða henni mun sveitin fara í tónleikaferð um Bandaríkin með nýja söngvaranum. Walker hefur samið lög fyrir Avril Lavigne og Pink auk þess sem hann vann með Tommy Lee að sólóplötu hans Tommyland: The Ride sem kom út í fyrra.

Á meðal gestadómara í næstu þáttaröð af Rock Star verða Slash, Macy Gray, Moby og Rob Zombie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.