Hættur lélegs stjórnmálalífs 12. apríl 2006 00:01 Tilraunir manna til að skilja þróun stjórnmála snúast oft um leit að einhverjum mynstrum sem finna má í sögu landa eða þá í samanburði á milli landa. Í samtímanum má finna ýmis mynstur sem ná til margra landa í sama heimshluta. Þetta á við um Evrópu, Miðausturlönd, Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku. Erfiðara er að greina mynstur sem ná heimsins alls nema hvað hnattvæðing viðskipta er smám saman að skapa skyld viðfangsefni og kunnuglegar víglínur í stjórnmálum úti um víða veröld. Áhrif hnattvæðingar birtast hins vegar með mjög margvíslegum hætti og viðbrögðin við henni eru eftir því ólík frá einu landi til annars. Eitt greinilegasta mynstrið í stjórnmálum samtímans er að finna í Suður-Ameríku þar sem pólitísk stemmning hefur sveigt til svipaðrar áttar í hverju landinu af öðru nú á síðustu misserum. Eins og flest annað í samtímanum er þessi þróun með beinum hætti tengd áhrifum hnattvæðingar. Því vakna spurningar um hvort það mynstur sem nú má greina í Suður-Ameríku geti birst í stjórnmálum annars staðar í heiminum og þá jafnvel í einhverri mynd á Íslandi. Stjórnmálahreyfingar sem að undanförnu hafa unnið sigra í hverju landinu af öðru í Suður-Ameríku eru um margt ólíkar en það sem tengir þær flestar saman er fyrirbæri sem nefnt er populismi. Hugtakið er stundum þýtt á íslensku sem lýðhyggja en það er frekar óheppileg þýðing og því nota ég þessa slettu. Populismi samtímans í Suður-Ameríku er víða meiri í orði en á borði og því má fagna. En hvað er populismi og hvers vegna gæti hann haft vaxandi áhrif á Vesturlöndum? Populismi er fjölbreytilegt fyrirbæri og ekki eiginleg stjórnmálstefna á borð við jafnaðarstefnu eða frjálshyggu. Skyldleiki á milli hreyfinga sem menn kenna við fyrirbærið felst stundum frekar í stíl en stefnu enda hafa sumar þeirra verið til vinstri, aðrar til hægri og enn aðrar hafa komið frá miðju. Það sem þessar hreyfingar eiga sameiginlegt er að þær höfða til fólks sem telur sig svikið af hefðbundnum stjórnmálum. Þetta er fólk sem álítur með réttu eða röngu að vilji almennings sé að engu hafður og að hagsmunir hins venjulega manns séu fótum troðnir af hagsmunaklíkum í stjórnmálum og viðskiptum. Greining á meintum óvinum og ógnum eru alltaf einfaldar og lausnirnar í boði eru sjaldnast mikið flóknari. Populismi hefur oft haft mikil áhrif í Bandaríkjunum. Hann hefur beinst gegn meintum óvinum fólksins bæði innanlands og utan. Rísandi stjarna Repúblikanaflokksins, þingmaðurinn Tom Tancredo, sem nú skekur flokkinn, er gott dæmi um populista. Hann lagði til á sínum tíma að loftárásir yrðu gerðar á Mekka til að hefna fyrir hryðjuverk. Sú hugmynd byggir á enn einfaldari sýn á heiminn en George Bush hefur stuðst við og þarf nokkuð til. Stærsta málið í hans lífi er þó ekki að drepa fólk í stórum stíl erlendis, heldur að berjast gegn útlendingum sem komnir eru til Bandaríkjanna. Stefna hans er svo stæk að hann var lengi úti á jaðri flokksins en nú hefur taflið snúist honum í hag. Fylgi hefur vaxið við þá skoðun að það séu ekki aðeins útlendingar sem búa heima hjá sér í útlöndum sem séu stærsta vandamál Bandaríkjanna, heldur séu útlendingar í landinu sjálfu orðnir lítið minni ógn við heill þjóðarinnar. Í Evrópu hefur fylgi aukist við þá skoðun að útlendingar séu vandamál og að ekki sé hægt að treysta stjórnmálamönnum til að verja heimamenn fyrir ágangi öðru vísi fólks. Aðrir horfa á hrun iðngreina vegna samkeppni frá Austurlöndum og segja stjórnmálamenn skeytingarlausa um hagsmuni venjulegra manna. Enn aðrir horfa á vaxandi tekjumun innan samfélaga, sem einkennir flest samfélög heimsins á okkar tímum, og finna á honum skýringar sem fáir fræðimenn myndu kannast við. Í öllum tilvikum ná vinsældum sérlega einfaldar myndir af meintum óvinum og álíka einfaldar lausnir á vandanum. Rætur populisma eru ekki aðeins í einfaldri skynjun á ógn eða órétti heldur einnig í því mati að stjórnmálamönnum sé ekki treystandi sem er ekki óþekkt tilfinning á Íslandi. Okkur gengur flest í haginn þessi misserin en menn ættu að hafa áhyggjur af þeim hættum sem felast í lélegu stjórnmálalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Tilraunir manna til að skilja þróun stjórnmála snúast oft um leit að einhverjum mynstrum sem finna má í sögu landa eða þá í samanburði á milli landa. Í samtímanum má finna ýmis mynstur sem ná til margra landa í sama heimshluta. Þetta á við um Evrópu, Miðausturlönd, Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku. Erfiðara er að greina mynstur sem ná heimsins alls nema hvað hnattvæðing viðskipta er smám saman að skapa skyld viðfangsefni og kunnuglegar víglínur í stjórnmálum úti um víða veröld. Áhrif hnattvæðingar birtast hins vegar með mjög margvíslegum hætti og viðbrögðin við henni eru eftir því ólík frá einu landi til annars. Eitt greinilegasta mynstrið í stjórnmálum samtímans er að finna í Suður-Ameríku þar sem pólitísk stemmning hefur sveigt til svipaðrar áttar í hverju landinu af öðru nú á síðustu misserum. Eins og flest annað í samtímanum er þessi þróun með beinum hætti tengd áhrifum hnattvæðingar. Því vakna spurningar um hvort það mynstur sem nú má greina í Suður-Ameríku geti birst í stjórnmálum annars staðar í heiminum og þá jafnvel í einhverri mynd á Íslandi. Stjórnmálahreyfingar sem að undanförnu hafa unnið sigra í hverju landinu af öðru í Suður-Ameríku eru um margt ólíkar en það sem tengir þær flestar saman er fyrirbæri sem nefnt er populismi. Hugtakið er stundum þýtt á íslensku sem lýðhyggja en það er frekar óheppileg þýðing og því nota ég þessa slettu. Populismi samtímans í Suður-Ameríku er víða meiri í orði en á borði og því má fagna. En hvað er populismi og hvers vegna gæti hann haft vaxandi áhrif á Vesturlöndum? Populismi er fjölbreytilegt fyrirbæri og ekki eiginleg stjórnmálstefna á borð við jafnaðarstefnu eða frjálshyggu. Skyldleiki á milli hreyfinga sem menn kenna við fyrirbærið felst stundum frekar í stíl en stefnu enda hafa sumar þeirra verið til vinstri, aðrar til hægri og enn aðrar hafa komið frá miðju. Það sem þessar hreyfingar eiga sameiginlegt er að þær höfða til fólks sem telur sig svikið af hefðbundnum stjórnmálum. Þetta er fólk sem álítur með réttu eða röngu að vilji almennings sé að engu hafður og að hagsmunir hins venjulega manns séu fótum troðnir af hagsmunaklíkum í stjórnmálum og viðskiptum. Greining á meintum óvinum og ógnum eru alltaf einfaldar og lausnirnar í boði eru sjaldnast mikið flóknari. Populismi hefur oft haft mikil áhrif í Bandaríkjunum. Hann hefur beinst gegn meintum óvinum fólksins bæði innanlands og utan. Rísandi stjarna Repúblikanaflokksins, þingmaðurinn Tom Tancredo, sem nú skekur flokkinn, er gott dæmi um populista. Hann lagði til á sínum tíma að loftárásir yrðu gerðar á Mekka til að hefna fyrir hryðjuverk. Sú hugmynd byggir á enn einfaldari sýn á heiminn en George Bush hefur stuðst við og þarf nokkuð til. Stærsta málið í hans lífi er þó ekki að drepa fólk í stórum stíl erlendis, heldur að berjast gegn útlendingum sem komnir eru til Bandaríkjanna. Stefna hans er svo stæk að hann var lengi úti á jaðri flokksins en nú hefur taflið snúist honum í hag. Fylgi hefur vaxið við þá skoðun að það séu ekki aðeins útlendingar sem búa heima hjá sér í útlöndum sem séu stærsta vandamál Bandaríkjanna, heldur séu útlendingar í landinu sjálfu orðnir lítið minni ógn við heill þjóðarinnar. Í Evrópu hefur fylgi aukist við þá skoðun að útlendingar séu vandamál og að ekki sé hægt að treysta stjórnmálamönnum til að verja heimamenn fyrir ágangi öðru vísi fólks. Aðrir horfa á hrun iðngreina vegna samkeppni frá Austurlöndum og segja stjórnmálamenn skeytingarlausa um hagsmuni venjulegra manna. Enn aðrir horfa á vaxandi tekjumun innan samfélaga, sem einkennir flest samfélög heimsins á okkar tímum, og finna á honum skýringar sem fáir fræðimenn myndu kannast við. Í öllum tilvikum ná vinsældum sérlega einfaldar myndir af meintum óvinum og álíka einfaldar lausnir á vandanum. Rætur populisma eru ekki aðeins í einfaldri skynjun á ógn eða órétti heldur einnig í því mati að stjórnmálamönnum sé ekki treystandi sem er ekki óþekkt tilfinning á Íslandi. Okkur gengur flest í haginn þessi misserin en menn ættu að hafa áhyggjur af þeim hættum sem felast í lélegu stjórnmálalífi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun