Hýrna brár landans KHH skrifar 20. apríl 2006 08:00 Óvæntar uppákomur og endurkomur í Borgarleikhúsinu. Guðmundur Ólafsson fer á kostum í Tenórnum. Sumarið er lögformlega komið og með síhækkandi sól rennur upp hláturtíð í Borgarleikhúsinu. Til stendur að kæta geð leikhúsgesta með ýmsum hætti en í næstu viku hefst dagskráin með pompi og prakt með sérstakri opnunarhátíð. Í tilefni þessa koma meðal annars gestir frá Leikfélagi Akureyrar og sýna gamanleikinn Fullkomið brúðkaup, farsinn Viltu finna milljón? verður frumsýndur og helstu grínarar landsins munu troða upp á Stóra sviðinu. Á opnunarhátíðinni verður opnuð skopmyndasýninga á verkum Hugleiks og Sigmund og mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona taka lagið með hljómsveit sinni og sýna ýmsa gjörninga/hluti sem fjöllistahópurinn CommonNonsense hefur búið til. Allur ágóði af opnunarhátíðinni rennur síðan til Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum. Leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur verða með óvænta uppákomu sem tengist gömlum áramótaskaupum Sjónvarpsins og mun félagið einnig etja kappi við Leikfélag Akureyrar í keppninni um Bananabikarinn í leikhússportkeppni. Borgarleikhúsið mun líka standa fyrir sérstöku hláturnámskeiði í umsjón Ástu Valdimarsdóttur í tengslum við hátíðina. Tenórinn, hin vinsæla sýning Guðmundar Ólafssonar verður sýnd á ný á Litla sviðinu og leikritið Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson verður sýnt á Nýja sviðinu en sýningin er að ljúka sínu þriðja leikári fyrir fullu húsi. Leikhús Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sumarið er lögformlega komið og með síhækkandi sól rennur upp hláturtíð í Borgarleikhúsinu. Til stendur að kæta geð leikhúsgesta með ýmsum hætti en í næstu viku hefst dagskráin með pompi og prakt með sérstakri opnunarhátíð. Í tilefni þessa koma meðal annars gestir frá Leikfélagi Akureyrar og sýna gamanleikinn Fullkomið brúðkaup, farsinn Viltu finna milljón? verður frumsýndur og helstu grínarar landsins munu troða upp á Stóra sviðinu. Á opnunarhátíðinni verður opnuð skopmyndasýninga á verkum Hugleiks og Sigmund og mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona taka lagið með hljómsveit sinni og sýna ýmsa gjörninga/hluti sem fjöllistahópurinn CommonNonsense hefur búið til. Allur ágóði af opnunarhátíðinni rennur síðan til Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum. Leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur verða með óvænta uppákomu sem tengist gömlum áramótaskaupum Sjónvarpsins og mun félagið einnig etja kappi við Leikfélag Akureyrar í keppninni um Bananabikarinn í leikhússportkeppni. Borgarleikhúsið mun líka standa fyrir sérstöku hláturnámskeiði í umsjón Ástu Valdimarsdóttur í tengslum við hátíðina. Tenórinn, hin vinsæla sýning Guðmundar Ólafssonar verður sýnd á ný á Litla sviðinu og leikritið Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson verður sýnt á Nýja sviðinu en sýningin er að ljúka sínu þriðja leikári fyrir fullu húsi.
Leikhús Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira