Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana 21. apríl 2006 00:01 Matthías og Sigurjón eru flottir saman í fullum skrúða. Matthías ber hanska, ekki ósvipuðum þeim sem hann notaði á sínum fyrstu árum í boxíþróttinni. Sigurjón er með öllu nýtískulegri útbúnað.fréttablaðið/heiða Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika. Matthías Matthíasson er meðal goðsagna Íslands í boxheiminum. Matthías byrjaði ungur að árum að stunda box og æfir enn þann dag í dag þrisvar i viku þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldurinn. Hann kom dóttursyni sínum, Sigurjóni Arnórssyni, upp á lagið með að boxa en Sigurjón er átján ára gamall. Hann er í hnefaleikafélagi Reykjavíkur og mun keppa í þungavigtarflokki um helgina í Íslandsmótinu í hnefaleikum sem fer fram í Kaplakrika. Matthías stundar ennþá box þrátt fyrir að vera 81 árs gamall. Hann æfir þrisvar sinnum í viku en Sigurjón alla daga vikunnar.fréttablaðið/heiða „Ég vildi verða meistari í einhverju," sagði Matthías, aðspurður um ástæðuna fyrir því að velja hnefaleika. „Ég byrjaði að æfa rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina í leikfimissal Menntaskólans í Reykjavík með Ármanni þar sem Guðmundur Arason tók mig upp á arma sína. Guðmundur ber höfuð og herðar yfir allt sem kallast hnefaleikar á Íslandi og næstur honum er Þorsteinn Gíslason sem rak fyrsta hnefaleikaskólann," sagði Matthías. „Ég er þakklátur Guði fyrir að hafa komist í hnefaleikana. Þetta styrkti mig gríðarlega mikið enda ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda. Hnefaleikadansinn er ekki fyrir hvern sem er, ég vona að aðeins reglumenn stundi hnefaleika. Ég hef aldrei drukkið brennivín og ekki reykt heldur, það má ekki skyggja á andann og íþróttahugsjón hnefaleikanna með því. Ég get því farið í hringinn ennþá þrátt fyrir háan aldur. Á meðan heilsan og Guð lofar þá æfi ég box," sagði Matthías sem æfir þrisvar sinnum í viku og aðstoðar við kennsluna eftir bestu getu enda margreyndur í íþróttinni. „Ég geri mitt besta til að hafa góð áhrif. Þessi íþrótt er frábær fyrir ungt fólk að byrja á og ég skora á menn að vakna betur og styðja við þessa íþrótt eins og mögulegt er," sagði Matthías sem kenndi Sigurjóni dóttursyni sínum box fyrir fimm árum síðan og þá var ekki aftur snúið fyrir þennan snjalla boxara. „Ég byrjaði að kenna honum heima í garði fyrir nokkrum árum. Lögreglan kom eitt sinn heim og ætluðu að gera box útbúnaðinn minn upptækan, þar á meðal spíttbolta og fleira, þá sagði ég þeim að þetta væri karatebolti. Þeir urðu að taka það gott og gilt og ég komst því upp með þetta," sagði Matthías. „Sigurjón er samviskusamur og ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem hann hefur náð. Hann nýtir tímann sinn mjög vel auk þess sem hann veit nánast allt um heimshnefaleikana í dag," sagði Matthías en Sigurjón segist eiga í mikilli þakkarskuld við afa sinn. „Ég var eitthvað að leika mér með dótið hans afa úti í skúr áður en hann sýndi mér hvernig átti að gera þetta. Síðan byrjaði ég að mæta á hverjum degi til að æfa hjá honum þar sem hann sýndi mér taktana. Ég æfði vel hjá afa en einnig hjá Guðmundi Arasyni og því hafði ég góða lærimeistara. Afi hefur alltaf verið við hliðina á mér og öll fjölskyldan styður vel við bakið á mér og okkur," sagði Sigurjón sem æfir box á hverjum degi. „Box er langskemmtilegasta íþrótt sem ég hef stundað. Þetta er frábær íþrótt og þegar maður hefur æft svona lengi og fylgst jafn vel með og ég hef gert þá er ekki hægt að hætta í þessu," sagði Sigurjón sem hefur einnig æft fótbolta, körfubolta og frjálsar íþróttir en hann dreymir um að keppa á Ólympíuleikum í framtíðinni. „Það væri draumur að komast á stórmót á borð við ólympíuleika en það er alls ekki hlaupið að því. Það er gríðarlega erfitt en maður veit aldrei hvað gerist," sagði Sigurjón sem segir að til að keppa í boxi þurfi menn að vera í mjög góðu líkamlegu ástandi. „Þetta er mjög krefjandi og líkamlega erfitt. Þú þarft að vera í góðu formi og þetta er erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað, en þetta er alltaf jafn gaman." Box Innlendar Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika. Matthías Matthíasson er meðal goðsagna Íslands í boxheiminum. Matthías byrjaði ungur að árum að stunda box og æfir enn þann dag í dag þrisvar i viku þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldurinn. Hann kom dóttursyni sínum, Sigurjóni Arnórssyni, upp á lagið með að boxa en Sigurjón er átján ára gamall. Hann er í hnefaleikafélagi Reykjavíkur og mun keppa í þungavigtarflokki um helgina í Íslandsmótinu í hnefaleikum sem fer fram í Kaplakrika. Matthías stundar ennþá box þrátt fyrir að vera 81 árs gamall. Hann æfir þrisvar sinnum í viku en Sigurjón alla daga vikunnar.fréttablaðið/heiða „Ég vildi verða meistari í einhverju," sagði Matthías, aðspurður um ástæðuna fyrir því að velja hnefaleika. „Ég byrjaði að æfa rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina í leikfimissal Menntaskólans í Reykjavík með Ármanni þar sem Guðmundur Arason tók mig upp á arma sína. Guðmundur ber höfuð og herðar yfir allt sem kallast hnefaleikar á Íslandi og næstur honum er Þorsteinn Gíslason sem rak fyrsta hnefaleikaskólann," sagði Matthías. „Ég er þakklátur Guði fyrir að hafa komist í hnefaleikana. Þetta styrkti mig gríðarlega mikið enda ein erfiðasta íþrótt sem hægt er að stunda. Hnefaleikadansinn er ekki fyrir hvern sem er, ég vona að aðeins reglumenn stundi hnefaleika. Ég hef aldrei drukkið brennivín og ekki reykt heldur, það má ekki skyggja á andann og íþróttahugsjón hnefaleikanna með því. Ég get því farið í hringinn ennþá þrátt fyrir háan aldur. Á meðan heilsan og Guð lofar þá æfi ég box," sagði Matthías sem æfir þrisvar sinnum í viku og aðstoðar við kennsluna eftir bestu getu enda margreyndur í íþróttinni. „Ég geri mitt besta til að hafa góð áhrif. Þessi íþrótt er frábær fyrir ungt fólk að byrja á og ég skora á menn að vakna betur og styðja við þessa íþrótt eins og mögulegt er," sagði Matthías sem kenndi Sigurjóni dóttursyni sínum box fyrir fimm árum síðan og þá var ekki aftur snúið fyrir þennan snjalla boxara. „Ég byrjaði að kenna honum heima í garði fyrir nokkrum árum. Lögreglan kom eitt sinn heim og ætluðu að gera box útbúnaðinn minn upptækan, þar á meðal spíttbolta og fleira, þá sagði ég þeim að þetta væri karatebolti. Þeir urðu að taka það gott og gilt og ég komst því upp með þetta," sagði Matthías. „Sigurjón er samviskusamur og ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem hann hefur náð. Hann nýtir tímann sinn mjög vel auk þess sem hann veit nánast allt um heimshnefaleikana í dag," sagði Matthías en Sigurjón segist eiga í mikilli þakkarskuld við afa sinn. „Ég var eitthvað að leika mér með dótið hans afa úti í skúr áður en hann sýndi mér hvernig átti að gera þetta. Síðan byrjaði ég að mæta á hverjum degi til að æfa hjá honum þar sem hann sýndi mér taktana. Ég æfði vel hjá afa en einnig hjá Guðmundi Arasyni og því hafði ég góða lærimeistara. Afi hefur alltaf verið við hliðina á mér og öll fjölskyldan styður vel við bakið á mér og okkur," sagði Sigurjón sem æfir box á hverjum degi. „Box er langskemmtilegasta íþrótt sem ég hef stundað. Þetta er frábær íþrótt og þegar maður hefur æft svona lengi og fylgst jafn vel með og ég hef gert þá er ekki hægt að hætta í þessu," sagði Sigurjón sem hefur einnig æft fótbolta, körfubolta og frjálsar íþróttir en hann dreymir um að keppa á Ólympíuleikum í framtíðinni. „Það væri draumur að komast á stórmót á borð við ólympíuleika en það er alls ekki hlaupið að því. Það er gríðarlega erfitt en maður veit aldrei hvað gerist," sagði Sigurjón sem segir að til að keppa í boxi þurfi menn að vera í mjög góðu líkamlegu ástandi. „Þetta er mjög krefjandi og líkamlega erfitt. Þú þarft að vera í góðu formi og þetta er erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað, en þetta er alltaf jafn gaman."
Box Innlendar Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira