Erlent

Karlmenn fela sig á klósettum

Danskir karlmenn fela sig á klósettum en bandarískir karlar fela sig í skúrum og fataskápum. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken.

Fyrr í vikunni birti danska blaðið niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem sýndi fram á að danskir karlmenn eyða nú tveimur tímum meira á klósettinu í viku hverri en fyrir fjórum árum. Blaðamaður bandaríska blaðsins New York Times rakst á greinina, og komst að því að bandarískir karlar nota jafnframt fataskápa, kjallara, háaloft og skúra sem felustaði.

Felustaðirnir uppfylla karlmannlega þörf, að sögn James B. Twitchell, bandarísks höfundar bókarinnar Where Men Hide, eða Þar sem karlar fela sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×