Erlent

Áttu ekki pappír í áritunina

Kristin Halvorsen Norski fjármálaráðherrann Kristin Halvorsen var stöðvuð við rússnesku landamærin af því að Rússarnir áttu ekki pappír í vegabréfsáritanir.
fréttablaðið/teitur
Kristin Halvorsen Norski fjármálaráðherrann Kristin Halvorsen var stöðvuð við rússnesku landamærin af því að Rússarnir áttu ekki pappír í vegabréfsáritanir. fréttablaðið/teitur

Norski fjármálaráðherrann, Kristin Halvorsen, fékk ekki að fara yfir rússnesku landamærin til þess að skoða landamærastöðina þar í opinberri heimsókn hjá vararíkisstjóranum hinum megin við landamærin. Ástæðan var sú að það var ekki til pappír í vegabréfsáritun.

Fjármálaráðherrann, Nikaolai Beresjnoj vararíkisstjóri og Evgenij Aleksejev tollstjóri höfðu komið sér saman um að skoða tollstöðvarnar hvoru megin landamæranna í þeim tilgangi að opna landamærin meira en nú er og auka samstarfið milli þjóðanna.

Fréttavefurinn Dagbladet segir að Halvorsen hafi skömmu áður verið á fundi í Finnmörku og talað þar fallega um að bæta samstarfið milli landanna, til dæmis milli tollyfirvalda, og einfalda vegabréfaútgáfu til að auðvelda heimsóknir milli landanna. Hún hefði sagt að sérstök áritun fyrir norðlægar slóðir, Barentsáritun, kæmi til greina.

Þegar Halvorsen ætlaði svo að fara yfir landamærin til að hitta Rússana í landamærastöð sem var byggð fyrir norska peninga árið 2002 var hún stöðvuð. Rússarnir komu því bara yfir til Noregs og fundurinn var haldinn í norsku landamærastöðinni í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×