Ráðherrann þarf að víkja 2. júní 2006 06:45 Alfredo Reinado Leiðtogi uppreisnarsveita hersins segist ekki vera sökudólgurinn, heldur sé ástandið Alkatiri forsætisráðherra að kenna. MYND/ap Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. Erlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar.
Erlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira