Erlent

Óánægjan kraumar enn

Ráðherra á vettvangi Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra á vettvangi í einu hverfa Parísar þar sem til óspekta hefur komið.
Ráðherra á vettvangi Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra á vettvangi í einu hverfa Parísar þar sem til óspekta hefur komið. MYND/afp

Af litlum neista í þessu tilviki handtöku blossuðu aftur upp óeirðir í einu af úthverfum Parísar aðfaranótt þriðjudags og endurtóku þær sig næstu nótt á eftir. Ungmenni gengu berserksgang með hornaboltakylfum og bensínsprengjum. Bílar, opinberar byggingar og lögreglumenn urðu helst fyrir barðinu á reiði ungmennanna.

Rólegt var þó í fyrrinótt, en óspektirnar minna óþægilega á þá hamslausu öldu óeirða sem gekk yfir úthverfi Parísar og annarra franskra borga síðla síðasta árs og sýndu að óánægjan kraumar enn í þessum hverfum innflytjenda þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir stjórnvalda til þess að ná tökum á vandamálum eins og atvinnuleysi ungmenna og kynþáttamisrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×