Hörð gagnrýni hefur komið fram í kjölfarið á sjónvarpsþættinum Uppdrag Granskning í Svíþjóð síðustu daga þar sem sýnt er myndband með nöktum hermönnum á skotæfingum með sprengjuvörpu. Hermennirnir liggja í grasinu með sprengjuvörpuna í fanginu og svo heyrist þegar þeir brenna sig á henni.
Myndbandið var tekið árið 2004 af hermönnunum sjálfum. Yfirmenn hersins hafa ekki gefið neinar skýringar á því af hverju hermennirnir, sem gegna herskyldu, þurfa að vera naktir á heræfingunni, að sögn vefútgáfu Aftonbladet.