Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli 3. júní 2006 11:00 Valur - Breiðablik í Landsbankadeild kvenna sumar 2005 Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum. Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum.
Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira