Ríki og sveitarfélög taki sér tak 6. júní 2006 00:01 Eftir áratuga barning við verðbólgu, óráðsíu og sóun í samfélaginu tókst að koma böndum á efnahagslífið. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa með vaxandi stöðugleika og bættum lífskjörum almennings. Þann árangur má þakka því að atvinnurekendur og launafólk náðu sameiginlegum skilningi á hagsmunum sína. Langtímahagsmunirnir lágu saman í því að halda hjólum efnahagslífsins í skynsamlegum farvegi. Eftir þjóðarsáttarsamningana hefur þessi skilningur verið sameiginlegur, enda þótt menn hafi á stundum greint á um einstök úrlausnarefni. Atvinnurekendur og launafólk hafa róið í sömu átt og komið fram af ábyrgð gagnvart samfélaginu með því að láta skynsemina vera ofar skammtímasjónarmiðum og pólitískum loddaraleik. Tillögur Samtaka atvinnulífsins til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eru í anda þessarar stefnu sem ráðið hefur á vinnumarkaði í næstum tvo áratugi. Sama má segja um fyrstu viðbrögð Alþýðusambandsins. Báðir þessir aðilar hafa sýnt ábyrgð í samningum og viðhorfum til þess vanda sem núverandi þensluástand hefur skapað. Hættan á óðaverðbólgu er raunveruleg og í samræmi við það hafa Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin haldið uppi málefnalegri gagnrýni á efnahagsstjórnina og lagt fram hugmyndir til úrbóta. Það er afar mikilvægt að ríki og sveitarfélögin leggi sitt af mörkum til að samkomulag náist á vinnumarkaði þar sem tekist er af skynsemi á við þann efnahagsveruleika sem við blasir. Það er líka mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins fái samhliða skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að allt verði gert til þess að markmiðin með slíku samkomulagi náist. Stjórnvöld hafa verið kærulaus í stjórn efnahagsmála. Ráðamenn hafa hvað eftir annað gert lítið úr vandanum og bæði ýtt undiræntingar og hrint í framkvæmd þensluhvetjandi breytingum. Við slíkt verður ekki búið öllu lengur. Forsenda þess að haldbært samkomulag náist á vinnumarkaði sem felur í sér stöðugleika í efnahagskerfinu, er að aðilar vinnumarkaðarins treysti því að hugur fylgi máli hjá stjórnvöldum. Margt bendir til þess að upp á það traust skorti. Núverandi óvissa um forystu í öðrum stjórnarflokkanna er ekki til að bæta slíkt og mikilvægt að þær línur skýrist sem fyrst. Framundan er kosningaár sem eykur verulega hættu á að skammtímasjónarmið verði ríkjandi umfram langtímasjónarmið í efnahagsmálum. Það er afar mikilvægt við slíkar kringumstæður að stjórnvöld beiti sig aga og séu beitt aga í þjóðfélagsumræðunni. Það er mikið í húfi og ekki nóg að verkalýðshreyfing og atvinnurekendur einir sýni ábyrgð við slíkar kringumstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Eftir áratuga barning við verðbólgu, óráðsíu og sóun í samfélaginu tókst að koma böndum á efnahagslífið. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa með vaxandi stöðugleika og bættum lífskjörum almennings. Þann árangur má þakka því að atvinnurekendur og launafólk náðu sameiginlegum skilningi á hagsmunum sína. Langtímahagsmunirnir lágu saman í því að halda hjólum efnahagslífsins í skynsamlegum farvegi. Eftir þjóðarsáttarsamningana hefur þessi skilningur verið sameiginlegur, enda þótt menn hafi á stundum greint á um einstök úrlausnarefni. Atvinnurekendur og launafólk hafa róið í sömu átt og komið fram af ábyrgð gagnvart samfélaginu með því að láta skynsemina vera ofar skammtímasjónarmiðum og pólitískum loddaraleik. Tillögur Samtaka atvinnulífsins til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga eru í anda þessarar stefnu sem ráðið hefur á vinnumarkaði í næstum tvo áratugi. Sama má segja um fyrstu viðbrögð Alþýðusambandsins. Báðir þessir aðilar hafa sýnt ábyrgð í samningum og viðhorfum til þess vanda sem núverandi þensluástand hefur skapað. Hættan á óðaverðbólgu er raunveruleg og í samræmi við það hafa Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin haldið uppi málefnalegri gagnrýni á efnahagsstjórnina og lagt fram hugmyndir til úrbóta. Það er afar mikilvægt að ríki og sveitarfélögin leggi sitt af mörkum til að samkomulag náist á vinnumarkaði þar sem tekist er af skynsemi á við þann efnahagsveruleika sem við blasir. Það er líka mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins fái samhliða skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að allt verði gert til þess að markmiðin með slíku samkomulagi náist. Stjórnvöld hafa verið kærulaus í stjórn efnahagsmála. Ráðamenn hafa hvað eftir annað gert lítið úr vandanum og bæði ýtt undiræntingar og hrint í framkvæmd þensluhvetjandi breytingum. Við slíkt verður ekki búið öllu lengur. Forsenda þess að haldbært samkomulag náist á vinnumarkaði sem felur í sér stöðugleika í efnahagskerfinu, er að aðilar vinnumarkaðarins treysti því að hugur fylgi máli hjá stjórnvöldum. Margt bendir til þess að upp á það traust skorti. Núverandi óvissa um forystu í öðrum stjórnarflokkanna er ekki til að bæta slíkt og mikilvægt að þær línur skýrist sem fyrst. Framundan er kosningaár sem eykur verulega hættu á að skammtímasjónarmið verði ríkjandi umfram langtímasjónarmið í efnahagsmálum. Það er afar mikilvægt við slíkar kringumstæður að stjórnvöld beiti sig aga og séu beitt aga í þjóðfélagsumræðunni. Það er mikið í húfi og ekki nóg að verkalýðshreyfing og atvinnurekendur einir sýni ábyrgð við slíkar kringumstæður.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun