Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2025 12:00 Haustið 2009 sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Evrópusamtökunum sem börðust fyrir inngöngu í Evrópusambandið, á fundi í Norræna húsinu að forsenda þess að mögulegt væri að koma Íslandi inn í sambandið væri að staða efnahagsmála þjóðarinnar yrði enn verri en hún varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mér varð hugsað til þessara orða Eiríks vagna vaxandi umræðna í samfélaginu um framgöngu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmála þjóðarinnar sem hefur frekar verið til þess fallin að auka á verðbólgu en draga úr henni og draga úr þrótti atvinnulífsins með ákvörðunum eða áformum um stórauknar álögur. Vangaveltur um það hvort ríkisstjórnin sé vísvitandi í pólitískum tilgangi að valda atvinnulífinu skaða eru skiljanlegar í ljósi þess hvernig hún hefur kosið að halda á málum. Vafalaust hugsa ýmsir að hér sé aðeins um samsæriskenningu að ræða og þannig hugsaði ég sjálfur til að byrja með. Ég vil enn ekki trúa því að þetta sé raunin en á sama tíma hrannast vísbendingarnar upp sem erfitt er að hunza. Allar helztu atvinnugreinar þjóðarinnar hafa verið undir í þeim efnum. Sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn, stóriðjan og ferðaþjónustan sem vill svo til að eru allar á könnu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra Viðreisnar. Hafa verður í huga í þess sambandi að það er ekki Viðreisn pólitískt í hag að staða efnahagsmála batni hér á landi. Þvert á móti. Helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefna hans tekur mið af og sem hann var hreinlega stofnaður í kringum, er innganga í Evrópurópusambandið. Lagist efnahagsmálin er viðbúið að áhugi á því að ganga í sambandið minnki enn frekar. Versni það, eins og Eiríkur Bergmann benti á, er það á hinn bóginn líklegt til þess að auka stuðning við það. Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skaut föstum skotum á forystu Samfylkingarinnar í færslu á Facebook fyrir helgi fyrir að taka ekki þátt í að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann viðurkenndi að staða efnahagsmála sambandsins væri ekki góð en vildi ranglega meina að hún væri verri hér. Betri efnahagsstaða landsins hentar ekki Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Haustið 2009 sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Evrópusamtökunum sem börðust fyrir inngöngu í Evrópusambandið, á fundi í Norræna húsinu að forsenda þess að mögulegt væri að koma Íslandi inn í sambandið væri að staða efnahagsmála þjóðarinnar yrði enn verri en hún varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mér varð hugsað til þessara orða Eiríks vagna vaxandi umræðna í samfélaginu um framgöngu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmála þjóðarinnar sem hefur frekar verið til þess fallin að auka á verðbólgu en draga úr henni og draga úr þrótti atvinnulífsins með ákvörðunum eða áformum um stórauknar álögur. Vangaveltur um það hvort ríkisstjórnin sé vísvitandi í pólitískum tilgangi að valda atvinnulífinu skaða eru skiljanlegar í ljósi þess hvernig hún hefur kosið að halda á málum. Vafalaust hugsa ýmsir að hér sé aðeins um samsæriskenningu að ræða og þannig hugsaði ég sjálfur til að byrja með. Ég vil enn ekki trúa því að þetta sé raunin en á sama tíma hrannast vísbendingarnar upp sem erfitt er að hunza. Allar helztu atvinnugreinar þjóðarinnar hafa verið undir í þeim efnum. Sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn, stóriðjan og ferðaþjónustan sem vill svo til að eru allar á könnu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra Viðreisnar. Hafa verður í huga í þess sambandi að það er ekki Viðreisn pólitískt í hag að staða efnahagsmála batni hér á landi. Þvert á móti. Helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefna hans tekur mið af og sem hann var hreinlega stofnaður í kringum, er innganga í Evrópurópusambandið. Lagist efnahagsmálin er viðbúið að áhugi á því að ganga í sambandið minnki enn frekar. Versni það, eins og Eiríkur Bergmann benti á, er það á hinn bóginn líklegt til þess að auka stuðning við það. Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skaut föstum skotum á forystu Samfylkingarinnar í færslu á Facebook fyrir helgi fyrir að taka ekki þátt í að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann viðurkenndi að staða efnahagsmála sambandsins væri ekki góð en vildi ranglega meina að hún væri verri hér. Betri efnahagsstaða landsins hentar ekki Viðreisn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun