Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar 1. nóvember 2025 15:03 Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun