Erlent

Flytja átti einn fangann

Frá Guantanamo Sífellt fleiri kalla eftir lokun fangabúða Bandaríkjahers á Kúbu.
Frá Guantanamo Sífellt fleiri kalla eftir lokun fangabúða Bandaríkjahers á Kúbu. MYND/AFP

Bandaríkjaher hafði ákveðið að flytja til annars lands einn fanganna þriggja sem frömdu sjálfsvíg í Guantanamo-fangabúðunum á laugardag. Fanganum, sem var frá Sádi-Arabíu, hafði ekki verið tilkynnt um ákvörðunina. Þetta kom fram í upplýsingum sem talsmenn hersins gáfu í gær.

Einnig kom fram að annar Sádi-Arabi á sextán ára gamall að hafa tekið þátt í uppþoti í fangelsi í Afganistan þar sem bandarískur leyniþjónustumaður fórst. Jemeninn sem tók líf sitt er sagður hafa verið tengdur al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Engum fanganna höfðu verið birtar ákærur.

Dauði mannanna hefur vakið gífurlega athygli, og hafa ráðamenn fjölmargra ríkja tekið undir með talsmönnum Sameinuðu þjóðanna, sem segja að Bandaríkjunum beri að loka búðunum af því að þær brjóti á mannréttindum fanganna.

Af alls 759 mönnum sem setið hafa þar í haldi síðan búðirnar voru reistar árið 2002 hafa aðeins 10 verið ákærðir. Talsmenn hersins segja fangana vera ógn við Bandaríkin og vinaþjóðir þeirra, og haft var eftir yfirmönnum búðanna að sjálfsvígin hafi verið "auglýsinga­áróður". Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði þessi ummæli óheppileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×