Erlent

Meira fé eytt í heri

Bandarískur Hermaður í Írak Bandarísk stjórnvöld eyddu 48 prósentum af heildarupphæðinni sem lönd heims vörðu í heri sína í fyrra.
Bandarískur Hermaður í Írak Bandarísk stjórnvöld eyddu 48 prósentum af heildarupphæðinni sem lönd heims vörðu í heri sína í fyrra. MYND/ap

Fjárútlát vegna herja heims jukust um 3,4 prósent milli áranna 2004 og 2005, að því er fram kemur í árlegri skýrslu sænsku friðarrannsóknarstofnunarinnar, SIPRI, sem birt var í gær.

Alls eyddu lönd heims 82.700 milljörðum króna í herkostnað í fyrra. Þar af báru Bandaríkin ábyrgð á 48 prósentum upphæðarinnar, aðallega vegna stríða þeirra í Írak og Afganistan, sem og vegna björgunarstarfsemi Bandaríkjahers vegna fellibyljarins Katrínar í fyrrahaust.

Höfundar skýrslunnar sögðu jafnframt að Sameinuðu þjóðirnar og aðrir aðilar gætu verið farnir að senda of marga friðargæsluliða út í heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×