Dómari í borginni Reno í Nevada Bandaríkjanna var skotinn úr launsátri síðastliðinn mánudag. Dómarinn stóð við glugga á skrifstofu sinni, sem er á þriðju hæð í skrifstofubyggingu, þegar hann var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á spítala og ástand hans talið alvarlegt en var hann þó með meðvitund.
Lögreglan leitar nú að leyniskyttunni, en líklegt þykir að ódæðið tengist manni sem stóð í skilnaðarmáli sem dómarinn hafði til meðferðar.
Leyniskytta skýtur dómara
