Erlent

Hert áætlun til að koma á friði

George Bush og Nouri Al-Maliki
George Bush og Nouri Al-Maliki MYND/Ap

Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka.

Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær og fundaði með ráðamönnum. Hann hvetur þjóðir heimsins til að standa saman og uppfylla fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna stríðsins, en einnig gengur mikið á hjá forsetanum í innanríkismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×