Erlent

Á móti brottför hersins frá Írak

Öldungadeildarþingkonan Hillary Clinton var gagnrýnd harkalega í gær af friðarsinnum eftir að hún lagðist gegn því að ákveðin yrði dagsetning fyrir brottför bandaríska hersins frá Írak. Í ræðu sinni hvatti hún demókrata til að vinna sigur í þingkosningunum í nóvember.

"Mér finnst ekki gáfulegt að forsetinn haldi áfram án tímamarka, það setur ekki nægan þrýsting á nýju írösku ríkisstjórnina," sagði Hillary. "Það er ekki heldur gáfulegt að velja ákveðin tímamörk. Þessi ríkisstjórn hefur gert heiminn hættulegri en hann átti að vera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×