Bush kom óvænt til Írak 14. júní 2006 05:45 George Bush og Nouri al-Maliki Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íraks áttu óvæntan fund í Írak í gær, svo óvæntan reyndar að al-Maliki vissi ekki af honum fyrr en fimm mínútum áður. MYND/Ap George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana. Erlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana.
Erlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira