Erlent

Eiffelturninn eitt skotmarkanna

Eiffelturninn Turninn frægi í París er sagður hafa verið eitt skotmark hryðjuverkamanna.
Eiffelturninn Turninn frægi í París er sagður hafa verið eitt skotmark hryðjuverkamanna. MYND/gettyimages

Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfgafulla múslima í Tsjetsjeníu.

Höfuðpaurarnir fimm fengu átta til tíu ára fangelsi, en hinir styttri vist.

Fólkið var handtekið árið 2002 og 2004, og leikur grunur á um að það hafi ætlað að sprengja Eiffel­turninn, verslunarmiðstöð, rússneska sendiráðið og lögreglustöð.

Flest er fólkið ættað frá Alsír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×